Forsíða/ Námskeið/ Um Allt í köku/ Hafa samband
 
Flokkar - Sælgæti Súkkulaði Kandiflos Sykurpúðar OFL - Plastmót
Brjóstsykursett - Bangsar og hjörtu
Brjóstsykursett - Bangsar og hjörtu image
2.450 ISK
Á lager
Fjöldi:
Bera saman

Lýsing

Það er ótrúlega auðvelt að búa til brjóstsykur og sleikipinna með þessu frábæra brjóstsykursetti frá LorAnn Oils.

Settið inniheldur 2 poka af kornsýrópi (bætið við 120 ml. af vatni og 400 gr. af sykri til þess að búa til brjóstsykur), 2 bragðefni með lit (Greip og annað 3,7 ml bragðefni að eigin vali), 2 hitaþolin sleikjómót (bangsar og hjörtu) og 25 sleikjóprik.

Leiðbeiningar: Spreyið mótin létt með matarolíuspreyi. Leggið mótin á hitaþolinn flöt og leggið sleikjóprikin í mótin. Notið um 2 lítra pott og setjið í hann einn pakka af kornsýrópi, 400 gr. sykur og 120 ml. vatn. Hrærið í pottinum og sjóðið á meðalháum hita þar til sykurinn leysist upp. Festið hitamæli á pottinn og látið blönduna ná suðu án þess að hræra í henni. Ef þið viljið lita blönduna með fljótandi litum skal setja litinn út í þegar blandan nær 125°C og látið suðuna um að blanda litnum. Hrærið ekki saman.

Takið pottinn af hitanum þegar blandan nær nákvæmlega 150°C (hitinn mun halda áfram að aukast). Þegar blandan hættir að sjóða er bragðefnið sett út í og hrært saman. Notið eina 3,7 ml. flösku af LorAnn bragðefnum.

Hellið blöndunni rólega í smurðu mótin. Ef það verður einhver afgangur er hægt að hella blöndunni á silíkonmottu, léttsmurt bökunarmót eða ofnskúffu og brjótið í mola eftir að blandan kólnar.

Leyfið sleikjóunum að harðna og kólna alveg áður en þeur eru fjarlægðir úr mótunum. Geymist í lokuðum umbúðum, geymist ekki í kæli.

© Allur réttur áskilinn www.notando.is
SFH-Logo